Regulator Complete er hágæða vara með bestu samsetningu vítamína, steinefna, snefilefna, kísill og lýsin. Hér getur þú lesið um hvert vítamín og helstu eiginleika þeirra.

Mor med hendes føl, en Welsh pony

Vítamín

A vítamín styrkir ónæmiskerfi hrossa á öllum aldri. Hross, sem líða A vítamín skort geta upplifað
þurra slímhúð í augum, náttblindu, skerta sjón og slapt meltingarkerfi.

Þú getur bætt A vítamíni við mataræði hrossa sem verða taugaveikluð við snöggar breytingar á
ljósi, t.d frá því að fara innan úr hesthúsi og út í sterkt sólarljós.

Vítamínið er einnig mikilvægt fyrir beinavöxt folalda. Folöld eru fædd með flókna uppbyggingu
brjósks, kalk er þannig einnig nauðsynlegt fyrir uppbyggingu beina og beinvefja. Sterk bein gera
heilbrigt hross.

B1 vítamín brýtur niður kolvetni, en það er mikilvægt fyrir taugakerfið. Rétt magn B1 vítamíns
hjálpar hrossinu að slaka á, jafnvel eftir að hafa verið í ókunnugum aðstæðum.

B2 vítamín hjálpar hrossum að umbreyta næringarefnum, fitu og kolvetnum í orku. Skortur á B2
vítamíni veldur húð og hár vandamálum og hárlosi. Hinsvegar, þegar næringarefnaupptaka
hrossins er í jafnvægi eru meiri líkur á að meltingin, lifur og nýru virki sem best. B2 vítamín getur
einnig ýtt undir betri matarlyst.

B5 vítamín, einnig þekkt sem pantóþens ýra, er vatnsuppleysanlegt vítamín sem er nauðsynlegt
heilbrigðri meltingu. Það vinnur í að brjóta niður kolvetni, fitu og prótín og breyta því í orku. B5
vítamín hefur góð áhrif á nýrnahetturnar, taugakerfið og vökvajafnvægi í líkama hrossins. B5
vítamín ýtir undir að hrossið geti verið í sínu besta ástandi og kemur í veg fyrir sýkingar.

Síðast en ekki síst, ýtir B5 undir myndun nýrra fruma, fitusýra og barkstera, gallsýru, kólesteról
og hormóna.

B6 styrkir hormónakerfið, lifur, hjarta og bein. B6 er nauðsynlegt fyrir efnaskipti prótína og
upptöku nauðsynlegra fitusýra. Einnig er B6 nauðsynlegt við myndun ýmissa taugaboðefna í
taugakerfi hrossa, sem m.a hjálpar þeim að vinna úr stressi og álagi.

B12 hjálpar ónæmiskerfi hrossa að hreinsa eiturefni úr líkamanum. Þegar líkami hross umbreytir
vissum amínósýrum, fitu og kolvetnum, sem og í mörgum ferlum líkamans þar sem ensím
vernda DNA þeirra, þurfa þau B12 .Skortur á B12 getur valdið einkennum sem minna á vitglöp. Hrossið getur litið út fyrir að vera ringlað, þreytt og átt erfitt með að læra/fylgjast með. Selen er nauðsynlegt svo hrossið geti nýtt B12 og einnig við framleiðslu á saltsýru í maganum.

Bíótín er vatnsleysanlegt vítamín sem er nauðsynegt hinum ýmsu ferlum sem hafa með umbrot
glókósa að gera. Bíótín verndar hófa hestsins og hjálpar til við viðhald felds.

Skortur á Bíótíni getur orsakað hárlos og veika hófa. Bíótín er hjálparensím sem hjálpar til við
hvörfun fitu, kolvetna og amínósýra sem og framleiðslu á þvagefni.

C vítamín styrkir ónæmiskerfið og hjálpar við upptöku járns í líkamanum. C vítamín hjálpar
einnig við uppbyggingu bandvefs og hefur þar með góð áhrif á myndun sina, liðamóta og beina.
C vítamín er einnig nauðsynlegt fyrir getu hrossa til þess að höndla áreiti.

Í dag vitum við mun meira um virkni D vítamíns heldur en áður fyrr. Í dag vitum við að nægilegt
magn D-vítamíns er nauðsynlegt líkamanum fyrir upptöku kalks og fosfórs. Líkami hrossa fær
D-vítamín frá sólarljósinu, jafnvel þó að hann sé þakinn hárum. Hross sem hafa yfirbreiðslur, t.d
vegna hættu á exemi, gætu verið í sérstakri hættu á að líða D-vítamín skort og þurfa þessvegna
að taka inn D-vítamín í fóðri.

Sama gildir um hross sem eiga erfitt með að fara úr hárum, þau hross gætu þurft á auknum
D-vítamín skammti að halda. Hvorki meira né minna en 35 líffræðilegir ferlar í líkama hrossa
reiða sig á nægt D-vítamín. Ónæmiskerfið, taugakerfið, bein, vöðvar, liðamót, æxlunarfæri og
innkirtla kerfið sem og geta hrossa til þess að höndla áreiti, reiða sig á D-vítamín.

E vítamín er fituleysanlegt vítamín sem hrossið þarf fyrir uppbyggingu vöðva. Hross sem eru í
þjálfun hafa mikla þörf fyrir nægt E-vítamín. E-vítamín er einnig nauðsynlegt fyrir kynhormóna
hrossa, sem þurfa að vera í góðu jafnvægi fyrir velheppnaða ræktun.

Ólíkt B12 vítamíninu, sem líkaminn geymir í áravís, geymist fólínsýra aðeins í nokkra mánuði.
Þessvegna er mjög nauðsynlegt að gefa fólínsýru.

Hross þurfa fólínsýru fyrir myndun fruma og fyrir frumuskiptingu. Sérlega þegar um ræðir
myndun blóðfruma og rauðra blóðkorna, sem skipta sér hratt. Miðtaugakerfið og meltingarkerfið
þurfa einnig fólínsýru, sem hjálpar líkamanum að losa sig við eiturefni, svo sem þau sem koma
frá umhverfinu og lyfjum.

Níasín er B-vítamín sem er sérlega mikilvægt þegar líkami hrossa umbreytir glúkósa,
amínósýrum og fitu í orku. Það er einnig mikilvægt fyrir meltingarkerfið, blóðflæði í líkama
hrossins sem og uppbyggingu nýrra efnasambanda.

Níasín hjálpar líkama hrossins að losa sig við stresshormón, sem dæmi eftir mikið áreiti og/eða
mikla vinnu.

Án K vítamíns er geta blóðs til að storkna, stórlega heft og óstjórnlegar blæðingar geta komið
upp. K-vítamín er nauðsynlegt fyrir viss prótín.

Skortur á K-vítamíni getur orsakað lystarleysi, þyngdartap, hárlos og slæmt ástand felds.

Kólín, sem er B-vítamín, hjálpar til við efnaskipti fitu og kólesteróls en er einnig umbreytt í
asetýlkólín, taugaboðefni sem er nauðsynlegt fyrir taugafrumur í heila. Líkami hrossa geymir
ekki kólín og þessvegna ætti að gefa það á hverjum degi.

Rannsóknir sýna að kólín geti haft áhrif á lantímaminni og einbeitingu. Skortur á kólíni getur
orðið til þess að hross á erfitt með einbeitingu, það líður þyngdartap, fitulifur og getur
haft neikvæð áhrif á nýru.

Steinefni

Kalsíum er algengasta steinefnið í líkama hrossa, því það er að finna í beinunum. Kalsíum
skortur í folöldum, veldur beinþynningu (sjá um beinþynningu í kaflanum um A vítamín) og
skökkum fótum. Hjá fullorðnum hrossum veldur skortur á K-vítamíni mýkingu beina og
vandræðum í stoðkerfinu, sem geta leitt til lömunar.

Magnesíum er fjórða algengasta efni í líkamanum: helminginn er að finna í beinum – hinn
helminginn í vöðvum og öðrum mjúkum vefjum. Magnesíum gegnir mikilvægu hlutverki í
efnaskiptum líkamans, þar á meðal samskipti við yfir 300 mismunandi ensím.

Að auki, gegnir magnesíum mikilvægu hlutverki í miðlun taugaboða til vöðva og hjarta.
Magnesíum er mikilvægt svo hrossið geti róað sig niður eftir mikla vinnu eða áreiti. Skortur getur
valdið taugaveiklun, vöðva skjálfta og magaverkjum.

Natríum er mikilvægt fyrir sýrujafnvægi í líkama hrossa og osmósuþrýsting í frumuhimnum og
vefjum. Það er mikilvægt fyrir vökvajafnvægi í líkama hrossa og samvinnu milli taugakerfis og
vöðva. Skortur getur leitt til þess að hrossið borðar hægt og hefur ekki lyst á að drekka.

ATH! Mikilvægt staðreyndir um Natríum

Vegna þess að mikið magn af natríum í fóðri dregur í sig vökva úr umhverfinu og dregur þar
með úr geymsluþoli fóðurs svo um munar, ákváðum við að setja einungis nauðsynlegt magn af
natríum í fóðrið, til þess að auka geymsluþolið. Þessvegna er mjög mikilvægt fyrir þig að gefa
hrossinu þínum 1 msk. af venjulegu matarsalti daglega og saltstein með fóðrinu, svo það sé
öruggt að hrossið sé að fá allt sem það þarf.

Fyrir frekari upplýsingar, sjá Salt.

Fosfór er ómissandi steinefni, sem er að finna í miklu magni í líkama hrossa. Um 85% er til
staðar í beinagrindinni og vöðvarnir geyma einnig mikið fosfór. Fosfór er til staðar í mörgum
mismunandi kerfum í líkamanum og í efnaferlum, sem eru nauðsynlegir til að umbreyta sykrum
eða glúkósa í orku.

Fosfór er einnig hluti af frumuhimnum og fitusýrum. Með öðrum orðum, fosfór er mikilvægt fyrir
allan orkuflutning í frumum. Fosfór og kalsíum eru nauðsynleg steinefni til að styðja hvers konar
aukningu á beinmassa.

Kalíum er steinefni, eða svokölluð salta, sem vinnur náið með natríum til að viðhalda samvinnu
milli taugakerfis og vöðva, auk vökvajafnvægis.

Kalíum er mikilvægt fyrir starfsemi heilans. Kalíum er hluti af efnaskiptum kolvetnis, fitu og
próteina og er mikilvægt til þess að halda jafnvægi á sýrustigi líkamans. Það er nauðsynlegt fyrir
eðlilega starfssemi vöðva og taugafruma. Ef hross fær krampa í vöðva, boð í taugakerfinu eru
sein og hjartsláttatruflanir, gæti það verið vegna skorts á kalíum.

Brennisteinn hjálpar, til dæmis, við myndun heilbrigðs felds, hófa, stoðvefs, sina, liðbanda og
brjósks. Brennisteinn er líka þýðingarmikið steinefni þegar kemur að getu hrossa til þess að losa
sig við eiturefni. Brennisteinn gerir hrossum einnig kleift að takast á við áreiti og græða hin ýmsu
skordýrabit.

Snefilefni

Vítamín, steinefni og snefilefni mynda hóp örnæringarefna. Vítamín eru sameindir sem
samanstanda af mismunandi stærðum frumeinda sem tengdar eru hvor við aðra. Kóbalt er, eins
og steinefnið járn og magnesíum, frumeind. Kóbalt er hluti af B12 vítamíni. Líkami hrossins verður að hafa kóbalt til þess að gera fólínsýru og B12 vítamíni kleift að vinna saman- ef ekki, getur það valdið blóðleysi.

Kopar er hluti af þeim ensímum sem eru mikilvæg fyrir járn þar sem járn er ómissandi þáttur í
framleiðslu á blóði í líkamanum. Kopar er einnig hluti af þeim ensímum sem stýra myndun
bandvefs og elastíns. Kopar er mikilvægt í efnaskiptum orku, styrkir ónæmiskerfið, ver gegn
sýkingum og hjálpar til við að framleiða blóðkorn. Kopar kemur í veg fyrir blóðrásartruflun.

Fyrir frekari upplýsingar Áhugaverðir linkar.

Járn er ekki bara mikilvægt fyrir hrossið, svo það geti myndað rauð blóðkorn, heldur einnig til
þess að mynda blóðkorn sem innihalda blóðrauða og getu þeirra til að umbreyta súrefni, þ.e.a.s,
þegar hrossið er á hreyfingu. Einkenni járnskorts hjá hrossum eru blóðleysi, orkuleysi, þreyta,
svimi og örðuleikar við að læra – nánast eins og hjá manneskjum.

Joð er frumefni, steinefni, sem er að finna í skjaldkirtilshormónum. Hlutverk skjaldkirtils er í
grundvallaratriðum að stýra efnaskiptum – þ.e. að stýra lífefnafræðilegum efnaskiptum sem eru
mikilvæg til að viðhalda frumum í líkama hrossa. Skjaldkirtillinn þarf joð til að virka rétt. Við skort
á joði verður hrossið orkulaust og andleg heilsa minnkar til muna.

Mangan er snefilefni. Vítamín, steinefni og mangan eru það sem við köllum örnæringarefni.
Mangan virkjar fjölmörg ensím sem flýta efnaskiptum í líkama hrossins. Þessvegna er mangan
mjög mikilvægt í efnaskiptum kolvetna og fitu – en á sama tíma ver það hvatberana gegn streitu
og eyðileggingu.

Selen er mikilvægt andoxunarefni, sem vinnur gegn áreiti og álagi. Það vinnur einnig að því að
virkja efnaskipti hormóna. Selen er nauðsynlegt fyrir getu hestsins fyrir upptöku B12 vítamíns og
framleiðslu á saltsýru í maganum.

Skortur getur valdið vöðvaslappleika og hreyfihömlun í nýfæddum folöldum, t.d við sog,
öndunarerfiðleika og lélega virkni hjartans.

Hross á húsi eða í beitarhólfum fá ekki alltaf nægjanlegt magn af seleni í gegnum hey. Þess
vegna er mikilvægt að gefa vítamín og steinefni sem inniheldur viðbótar selen – allt árið um
kring.

Sink og magnesíum eru í meira en 300 ferlum í líkama hrossa, sem hafa áhrif á umbrot
kolvetna, próteina og fitu. Sink hefur einnig áhrif á stöðugleika frumna og frumuhimnna
líkamans. Sink hefur áhrif á vöðva hrossa, matarlyst, húð, hófa og styrkir ónæmiskerfið.

Sink fæðubótarefni hafa einnig reynst hafa jákvæð áhrif á græðslu sára. Sink skortur hefur í för
með sér vaxtarhömlun, þurra húð, sýkingar í húð og stoðkerfisvandamál.

Kísill hefur mjög jákvæð áhrif. Hann er góður fyrir húð, hár og hófa, en hjápar líka til við meltingu hrossa, því kísillinn bindur og hlutleysir skaðleg efni í þörmum. Kísill er líka mikilvægur til að byggja upp sködduð liðbönd, brjósk og sinar. Hrossum sem er gefinn Kísill eru úthaldsmeiri.

Mólýbden er frumefni. Þar sem aðeins lítils magns er þörf í mataræði hrossa, er talað um það
sem snefnilefni.

Mólýbden, sem er einnig í B12 vítamíni, inniheldur fjölda ensíma sem eru mikilvæg fyrir
brennisteins- og þvagsýruefnaskipti í líkama hrossins. Þessvegna er mögulegt fyrir mólýbden að
taka þátt í að losa um eiturefni úr umhverfinu og eykur getu hrossa til þess að brenna fitu.

Lífræn steinefni

Síðast en ekki síst þá inniheldur Regulator Complete® lífrænu steinefnin Cu, Zn, Mn og Se. Þessi
steinefni eru mjög góð fyrir reiðhross, keppnishross, hross í vexti, folöld, folaldshryssur,
graðhesta og hross í endurhæfingu.

Hrossin eiga auðvelt með upptöku þessara næringarefna, þau styrkja ónæmiskerfið og auka
líkur á velgengni. Vegna þess að ónæmiskerfið hefur verið styrkt eru minni líkur á hófkvikubólgu
og múk (sem er sýking af völdum baktería, svepps, mítla og annarrar óværu, í fæti hestsins).
Einnig eru efni hrossa til endurhæfingar aukin sem og þol og árangur.

Steinefnin auka einnig þroska fósturvísa og auka fjölda eggja sem losuð verða í hverjum hring
hryssunar – og, þessvegna, samkvæmt bandarískum rannsóknum aukast líkurnar um 20% á
fyljun.

Ef þú gefur folaldshryssum lífræn steinefni, eru meiri líkur á að folaldið þrói ekki með sér
liðamóta vandræði síðar. Þar með talið bein- og brjóskkvilla (OCD)

Frekari upplýsingar hér: Foderplan.dk/mineraler.

Lýsin

Hross geta framleitt 10 amínósýrur, en ekki lýsín. Þessvegna þarf að bæta þessari amínósýru
við, þar sem hún er mjög mikilvæg í baráttunni við ýmsa vírusa, sem og vöxt fóstra, folalda og
ungra hrossa. Lýsín er að finna í öllum próteinum, þar með talið í kollageni en það skapar
kross-tengsl milli peptíða.

Ef hross er ekki búin öllum nauðsynlegum amínósýrum, gætu þau átt erfitt með upptöku
mikilvægra prótína og gætu þar af leiðandi ekki notið góðs af þeim. Hágæða fóður inniheldur
lýsín.