Hross sem ganga frjáls í náttúrunni hafa möguleika á að finna þær jurtir sem þau þarfnast hverju sinni. Hross á húsi eða í beitarhólfum hafa hinsvegar ekki þennan möguleika. Þegar þú fóðrar með Regulator Complete®, ert þú að fóðra með jurtum sem eru sérvaldar með tilliti til nýjustu visku og rannsókna.

Einnig er samsetning þessara jurta höfð í hávegum til þess að styrkja ónæmiskerfið, bætir meltinguna, draga úr bólgum, hjálpar til við að byggja upp vöðva, styrkir bein, brjósk og liði, losar eiturefni og kemur stöðugleika á blóðsykur og efnaskipti.

Nærbillede af hørfrø planter

Hörfræ

Hörfræ eru talin góð fyrir ónæmiskerfið og meltingarkerfið. Hörfræ verja gegn bólgum, krömpum og sársauka, sem gerir þau að frábærri hjálp þegar um sýkingar í maga, þörmum, nýrum og þvagblöðru er að ræða – og bólgum í hálsi og koki.

Hörfræolía er rík af Omega 3 fitusýrum sem sannað þykir að hafi forvarnar- og meðferðarlegt gildi á móti hjarta- og æðasjúkdómum, háþrýstingi, liðgigt, húðsjúkdómum og bólgum í ristli.

Hörfræ innihalda einnig Alpha-linolenic sýru, eða ALA, sem er nauðsynleg fitusýra og eitt af allra helstu næringarefnum sem þarf til að halda lífi. ALA verður að bæta við mataræði hrossa, þar sem líkami hrossa getur ekki framleitt það sjálfur.

Annað sem hörfræ innihalda er lignan, sem er andoxunarefni. Lignan virkar einkar vel sem styrking við ónæmiskerfið og sem vörn gegn sjúkdómum.

Nærbillede af timian planter

Rósmarín

Rósmarín hefur jákvæð áhrif á bæði æða- og taugakerfi.
Einnig eflir rósmarín meltingu og styður við ónæmiskerfið.
Innihald andoxunarefna er hátt.
Andoxunarefni hamla myndun sindurefna og gera sindurefni sem eru fyrir í líkamanum stöðug og koma þannig í veg fyrir skaðleg áhrif þeirra sem oftast eru sett í samhengi við sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, krabbamein ofl.

Nærbillede af anis planter

Ólívur

Í ólívuolíu-gerðar ferlinu verða til afgangar sem innihalda vatns- og fituleysanleg pólýfenól.
Rannsóknir hafa sýnt að pólýfenól innihaldi mikið magn andoxunarefna og er þessvegna eitt þeirra efna sem gera sindurefni stöðug.
Sindurefni geta valdið skaða í frumum líkamans með því að breyta sameindum þeirra og prótínum.
Á þann máta verndar pólýfenólið sem finnst í ólívum ónæmiskerfið, hefur jákvæð áhrif á meltingu og verndar frumur í líkama hrossins gegn áhrifum úr umhverfinu, æfinga og annars álags.
Andoxunarefni eru mjög mikilvæg fyrir hrossið.

Nærbillede af raps planter

Vínber

Þegar vínber eru pressuð verða til afgangar sem innihalda vatns- og fituleysanleg pólýfenól.
Rannsóknir hafa sýnt að pólýfenól innihaldi mikið magn andoxunarefna og er þessvegna eitt þeirra efna sem gera sindurefni stöðug.
Sindurefni geta valdið skaða í frumum líkamans með því að breyta sameindum þeirra og prótínum.
Á þann máta verndar pólýfenólið sem finnst í vínberjum ónæmiskerfið, hefur jákvæð áhrif á meltingu og verndar frumur í líkama hrossins gegn áhrifum úr umhverfinu, æfinga og annars álags.
Andoxunarefni eru mjög mikilvæg fyrir hrossið.

Nærbillede af en marietidselfrø plante

Mynta

Mynta hefur bakteríu- og bólgueyðandi áhrif. Mynta getur linað krampa, virkað verkjastillandi og róandi. Enn fremur eykur mynta blóðstreymi í líkamanum.

Mynta inniheldur flavonoids, hvata og olíu þar sem mentól er aðal innihaldsefnið. Mynta hefur mjög jákvæð áhrif á meltinguna.

Nærbillede af oregano planter

Repjufræ

Repjufræ innihalda jafna blöndu amínósýra. Hlutfall af mettaðri fitu í repjuolíu er mjög lágt.

Góð grænmetisolía verður að innihalda lágt magn mettaðrar fitu og hafa hátt innihald fjölómettaðrar fitu. Repjuolían er í miklu jafnvægi hvað þetta varðar og inniheldur einnig mikið af andoxunarefnum.

Andoxunarefni er náttúrulegt- eða gerviefni sem hægir niðurbrot oxunar. Andoxunarefni verja mikilvægustu parta frumunnar með því að gera sindurefni þeirra hlutlaus.

Lucerne

Refasmári

Refasmári er hágæða prótín uppspretta sem einnig inniheldur hátt hlutfall amínósýra og lýsíns. Hrossin nota lýsín til þess að búa til ný prótín. Refasmári er líka góður, náttúruleg, uppspretta beta-karótína, A, B, E, steinefna og inniheldur hátt hlutfall af kalki.

Refasmári er góður fyrir meltingu hrossa og hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfið.

Refasmári hindrar uppsöfnun umfram þvagsýru í líkama hestsins. Ef þvagsýran fer illa hreinsuð í gegnum nýrun verður magn þvagsýru í blóði of mikið. Þetta veldur því að sýran kristallast og setst sem þvagsýru kristallar í líkama hestsins. Sem eykur hættuna á verkjum í liðum og sinum og dregur þannig úr frammistöðu.

Nærbillede af brændenælde planter

Brenninetla

Vegna þess hve djúpt rætur brenninetlunnar liggja er jurtin stútfull af vítamínum og steinefnum. Brenninetlan styrkir ónæmiskerfið, er góð fyrir slæma hófa og mattan feld.

Jurtin er einnig bólgueyðandi og með kalíum er hún besta jurtin til þess að hreinsa blóðið. Þykkni, gerð úr brenninetlu, hjálpa við að ná jafnvægi á blóðsykurinn en blóðsykur í jafnvægi minnkar líkurnar á hófsperru. Virku efnin í brenninetlu lina óþgindi af exemi, auka mjólkurmyndun í mjólkandi hryssum og koma í veg fyrir blóð og járn skort. Jurtin er einnig hjálpleg við krónískum hósta.

Nærbillede af peppermynte planter

Grikkjasmári

Grikkjasmári hjálpar til við að halda blóðsykrinum í eðlilegu horfi, hefur jákvæð áhrif á ristilinn og styrkir ónæmiskerfið.
Einnig eykur hann mjólkurframleiðslu.
Komið hefur í ljós að hrossum þykir bragðið af grikkjasmára einstaklega gott.

Nærbillede af majskolber

Maís

Maís inniheldur andoxunarefni og heilbrigða fitu, þar sem u.þ.b. 80% af honum koma frá ómettaðri fitusýru, sem hjálpa til við að stjórna meltingunni. Þetta bætir getu hestsins til að taka upp annað fóður.

Maís kemur jafnvægi á blóðsykur í gegnum B-vítamín, sem hefur einnig góð áhrif á taugafrumur og kemur í veg fyrir sjúkdóma í miðtaugakerfinu. Innihald glútamínsýru dregur úr andlegri þreytu, blóðleysi og annars konar þreytu – og ver einnig slímhúð í þörmum.

Maís inniheldur nauðsynlegar amínósýrur, tryptófan og lýsín og er einnig ríkur af vítamínum og dýrmætum steinefnum. Maísinn í Regulator Complete® er örmýktur / hitameðhöndlaður, sem þýðir að hesturinn á auðvelara með að taka hann upp í smáþörmunum – þannig að þú hættir ekki á að skaða umhverfi ristilsins.