Hross sem ganga frjáls í náttúrunni hafa möguleika á að finna þær jurtir sem þau þarfnast hverju sinni. Hross á húsi eða í beitarhólfum hafa hinsvegar ekki þennan möguleika. Þegar þú fóðrar með Regulator Complete®, ert þú að fóðra með jurtum sem eru sérvaldar með tilliti til nýjustu visku og rannsókna.

Einnig er samsetning þessara jurta höfð í hávegum til þess að styrkja ónæmiskerfið, bætir meltinguna, draga úr bólgum, hjálpar til við að byggja upp vöðva, styrkir bein, brjósk og liði, losar eiturefni og kemur stöðugleika á blóðsykur og efnaskipti.

Nærbillede af hørfrø planter

Hörfræ

Hörfræ eru talin góð fyrir ónæmiskerfið og meltingarkerfið. Hörfræ verja gegn bólgum, krömpum og sársauka, sem gerir þau að frábærri hjálp þegar um sýkingar í maga, þörmum, nýrum og þvagblöðru er að ræða – og bólgum í hálsi og koki.

Hörfræolía er rík af Omega 3 fitusýrum sem sannað þykir að hafi forvarnar- og meðferðarlegt gildi á móti hjarta- og æðasjúkdómum, háþrýstingi, liðgigt, húðsjúkdómum og bólgum í ristli.

Hörfræ innihalda einnig Alpha-linolenic sýru, eða ALA, sem er nauðsynleg fitusýra og eitt af allra helstu næringarefnum sem þarf til að halda lífi. ALA verður að bæta við mataræði hrossa, þar sem líkami hrossa getur ekki framleitt það sjálfur.

Annað sem hörfræ innihalda er lignan, sem er andoxunarefni. Lignan virkar einkar vel sem styrking við ónæmiskerfið og sem vörn gegn sjúkdómum.

Nærbillede af timian planter

Timían

Það er skjalfest í tilraunum með þessari jurt, að timían hefur bakteríueyðandi og sveppaeyðandi áhrif. Það gerir þýmól, sem er innihaldsefni í timían olíunni.

Líkami hrossa tekur upp þýmól í gegnum þarma, er flutt með blóði og seytt í gegnum lungun.

Þess vegna getur timían verið gott í baráttunni á móti lungnasýkingum þar sem því er auðveldlega seytt. Þar sem timían er bakteríudrepandi, er það gott á móti sveppasýkingum og þykir besta ráð við niðurgangi.

Nærbillede af anis planter

Anísfræ

Anísfræ hafa róandi áhrif, draga úr krömpum og hjálpa til við að hafa stjórn á uppblæstri og geta linað magaóþægindi.

Anísfræ bæta meltinguna og létta á vindgangi. Það minnkar líkurnar á bólgum í ristli.

Anísfræ eru einnig góð við bólgum í hálsi. Anísfræ hafa mild estrogen áhrif og hægt er að nota þau fyrir mjólkandi hryssur.

Nærbillede af raps planter

Repjufræ

Repjufræ innihalda jafna blöndu amínósýra. Hlutfall af mettaðri fitu í repjuolíu er mjög lágt.

Góð grænmetisolía verður að innihalda lágt magn mettaðrar fitu og hafa hátt innihald fjölómettaðrar fitu. Repjuolían er í miklu jafnvægi hvað þetta varðar og inniheldur einnig mikið af andoxunarefnum.

Andoxunarefni er náttúrulegt- eða gerviefni sem hægir niðurbrot oxunar. Andoxunarefni verja mikilvægustu parta frumunnar með því að gera sindurefni þeirra hlutlaus.

Nærbillede af en marietidselfrø plante

Mjólkurþistill

Fræ mjólkurþystilsins hafa eiturefnalosandi eiginleika og hjálpa lifrinni að endurnýja sig og ýta undir góða meltingu.

Fræin hafa sem sagt góð áhrif á þarmaflóruna. Mjólkurþistilsfræ eru einnig góð fyrir húðina þar sem þau vernda gegn eiturefnum.

Nærbillede af oregano planter

Óreganó

Óreganó er ríkt af andoxunar efnum og er einnig bakteríueyðandi. Óreganó verndar frumur hrossa gegn allskonar áreiti.

Bakteríudrepandi áhrif óreganós geta komið í veg fyrir þvagfærasýkingar og efla meltingu. Það hjálpar einnig til við aukinn liðleika í vöðvum og liðamótum.

Óreganó styrkir einnig ónæmiskerfið og minnkar ofnæmisviðbrögð.

REFASMÁRI

Refasmári

Refasmári er hágæða prótín uppspretta sem einnig inniheldur hátt hlutfall amínósýra og lýsíns. Hrossin nota lýsín til þess að búa til ný prótín. Refasmári er líka góður, náttúruleg, uppspretta beta-karótína, A, B, E, steinefna og inniheldur hátt hlutfall af kalki.

Refasmári er góður fyrir meltingu hrossa og hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfið.

Refasmárinn minnkar magn þvagsýru í líkama hrossa. Ef þvagsýrustigið er of hátt í blóði hrossa, getur þvagsýran kristallast, sem verður til þess að hún verður eftir í blóðinu í staðinn fyrir að skila sér út úr líkamanum. Þetta getur aukið líkurnar á sársauka í liðamótum og liðböndum, sem aftur leiðir til lakari afreka hrossins.

Nærbillede af hvidløg

Hvítlaukur

Mest virka efnið í hvítlauk er kallað “allicin”. Það hefur bakteríueyðandi áhrif. Allicin hefur einnig jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið, minnkar ofnæmisviðbrögð og hefur með eindæmum góð áhrif á vandræði í öndunarvegi.

Vegna þess að hvítlaukur inniheldur einnig andoxunarefni, getur hann haft yngjandi áhrif og minnkar líkur á krabbameini.

Súlfúr, sem einnig finnst í hvítlauk, styrkir ónæmiskerfið.

Nærbillede af peppermynte planter

Mynta

Mynta hefur bakteríu- og bólgueyðandi áhrif. Mynta getur linað krampa, virkað verkjastillandi og róandi. Enn fremur eykur mynta blóðstreymi í líkamanum.

Mynta inniheldur flavonoids, hvata og olíu þar sem mentól er aðal innihaldsefnið. Mynta hefur mjög jákvæð áhrif á meltinguna.

Nærbillede af majskolber

Maís

Maís inniheldur andoxunarefni, holla fitu, þar af um 80% af ómettaðar fitusýrur, sem koma jafnvægi á meltingarkerfið. Gefir þú hrossum maís, ná þau að nýta sér öll næringarefni úr öðru fóðri líka.

Maís inniheldur B vítamín sem koma jafnvægi á blóðsykurinn. Blóðsykur í jafnvægi hefur góð áhrif á taugafrumur og kemur í veg fyrir sjúkdóma í miðtaugakerfinu. Maís er ríkur af glútamínsýru, sem léttir andlega þreytu, minnkar líkur á blóðleysi og verndar slímhúð í þörmum.

Maís hefur einnig mikilvægar amínósýrur, tryptophan, lýsín og er ríkt af vítamínum og steinefnum. Maísinn sem er í Regulator Complete® er meðhöndlaður í hita, sem gerir að meltingarkerfi hrossa á auðveldara með að nýta næringarefnin úr honum.

Nærbillede af fennikel planter

Fennel

Fennel lyktar svolítið eins og lakkrís. Fræin eru notuð sem verkjastillandi og til þess að létta á vöðvaspennu og áhrifum áreitis.

Ilmkjarnaolía sem gerð er úr fenneli fyrirbyggir gerjun og of mikil loft í meltingarvegi, magakrampa, hósta og berkjubólgu. Auk þess er hún góð þegar hross er í endurhæfingu eftir veikindi.

Fennel eykur mjólkurframleiðslu mjólkandi hryssa.

Nærbillede af brændenælde planter

Brenninetla

Vegna þess hve djúpt rætur brenninetlunnar liggja er jurtin stútfull af vítamínum og steinefnum. Brenninetlan styrkir ónæmiskerfið, er góð fyrir slæma hófa og mattan feld.

Jurtin er einnig bólgueyðandi og með kalíum er hún besta jurtin til þess að hreinsa blóðið. Þykkni, gerð úr brenninetlu, hjálpa við að ná jafnvægi á blóðsykurinn en blóðsykur í jafnvægi minnkar líkurnar á hófsperru. Virku efnin í brenninetlu lina óþgindi af exemi, auka mjólkurmyndun í mjólkandi hryssum og koma í veg fyrir blóð og járn skort. Jurtin er einnig hjálpleg við krónískum hósta.