Við að velja Regulator Complete fyrir hrossin þín færðu sérþekkingu sérfræðinga með í kaupbæti. Sérfræðingarnir sem framleiða Regulator Complete nota nýjustu þekkingu, fræðilega og hagnýta reynslu sína í næringarþörf hrossa, til þess að setja saman hina fullkomnu blöndu. Á þennan máta fær hrossið þitt allt frá bestu vítamínunum til stein- og snefilefna og jurta sem það þarf.

Þú ert alltaf með allt sem hrossið þarf, sama hvort um er að ræða reiðhross, keppnishross, sýningarhross, kynbótahross, ung eða gömul hross.

Guld vinder pokaler fra ridesports stævne

Fáðu fullkomna samsetning fóðurs fyrir hrossið þitt

Regulator Complete® er samsett þannig að það er auðvelt að nota með gæða heyi og salti. Aukalega geturðu bætt við venjulegri repjuolíu, trefjakögglum, útbleyttum rógurkögglum, grasskögglum, soyabaunum og/eda refasmára ef það vantar uppá næringarefnin sem hrossið fær í gegnum heyið.

Grunnfæða hrossa er hey. Hesturinn er byggður til að borða 16-18 klukkustundir á dag og við að tyggja heyið myndar hrossið munnvatn sem verður til þess að lækka sýrustig í maga og minnkar líkur á magasári. Góð hugmynd getur því verið að gefa heyið með slow feed heyneti minst 3 sinnum á dag til að lengja tyggingartíma hestsins.

Hvert hross er einstakt. Hrossið þitt gæti þurft auka prótín eða kaloríur eða lengri tíma til þess að tyggja, en önnur hross. Tvö, annars svipuð hross, gætu haft ólíka orkuþörf. Þegar þú, eða sérfræðingur, metur orkuþörf hrossins þarf að hafa sérstakt auga með heilsu og vellíðan þess.

Hér er allt um fóðuráætlunina og skammtastærðatöfluna.

Staðreynd

Keppnishross ná betri árangri með Regulator Complete®. Fóðrið hjálpar til við upptöku næringarefna og ýtir þessvegna undir aukna getu til þess að byggja upp vöðvamassa.

Regulator Complete® er framleitt af sérfræðingum sem bera sérstaka virðingu fyrir þörfum hrossa

Regulator Complete® er sérstakt fæðubótafóður fyrir hross. Virku efnin í fóðrinu eru sérvalin og sett saman af sérfræðingum, sem leggja sérstaka áherslu á nýjustu þekkingu og rannsóknir í næringu hrossa. Með því að nota Regulator Complete® getur þú verið viss um að hrossið þitt er alltaf í fullu næringarlegu jafnvægi, sem auðveldar því að ná árangri.

Kostir Regulator Complete®

 • Regulator Complete® er samsett af bestu fóðurefnunum á markaðnum í dag.
 • Fóðrið hentar vel fyrir öll hross, reiðhross, keppnishross, kynbótahross, folöld og
  folaldshryssur.
 • Þú þarft bara eina gerð af fóðri, sem óneitanlega léttir verkin.
 • Þú færð fóðuráætlun sem auðvelt er að fylgja.
 • Hrossið þitt fær fóður sem inniheldur með eindæmum lítið hlutfall af sterkju og sykri.
 • Hrossið þitt mun ekki skorta neitt, heldur ekki snefilefni.
 • Með því að fóðra með Regulator Complete® eykur þú getu hrossins til endurhæfingar og
  uppbyggingar, sem leiðir til aukins þols.
 • Fóðrið er gott fyrir meltingu hrossa.
 • Fóðrið styrkir ónæmiskerfi hrossa.
 • Það eykur viðnámsþrótt gegn bólgum.
 • Það er auðvelt að nota Regulator Complete® með öðru fóðri eins og trefjum, prótíni og
  olíum.
 • Regulator Complete® er vel samkeppnishæft.

Við skiljum vel að það getur verið flókið að velja rétta fóðrið fyrir hrossið þitt. Ef þú ert í vafa, hafðu þá endilega samband við okkur. Við erum tilbúin til þess að aðstoða þig í að finna rétta fóðrið til þess að ná fram bestu meltingunni og þar með bestu heilsu og vellíðan hrossins þíns. Hringdu í okkur í síma 867-0469.

Staðreynd

Regulator Complete® gerir hrossinu þínu kleift að taka upp og nýta öll næringarefnin í fóðrinu.
Tilskudsfoder til din hest - Araber hest i solnedgang

Villt hross hafa aðgang að fjölbreyttara fæði

Villt hross sem aðhefst úti í náttúrunni getur valið hvaða jurtir og plöntur þau éta ásamt því að geta sleikt steina og grjót til þess að ná í öll stein- og snefilefni. Tamin hross hafa ekki þennan valkost. Þessvegna er nauðsynlegt að fóðrið sem þú gefur, innihaldi öll nauðsynleg næringarefni sem hrossið þarfnast dagsdaglega.

Bólgueyðandi og bætir meltinguna

Jurtir, kísill, lífræn steinefni og vítamín sem finnast í Regulator Complete® styrkja ónæmiskerfi hrossins, eru bólgueyðandi og bæta meltinguna, sem er nauðsynlegt svo að hrossið geti nýtt öll næringarefnin í fóðrinu. Betri melting gerir hrossinu kleift að ná skjótari bata og þar með bæta frammistöðu sína.

Án kornmetis og inniheldur mjög lítið magn sykurs og sterkju

Hross sem hafa lágt sykur og sterkjumagn í mataræði sínu eykur stöðugleika blóðsykurs og efnaskipta betur, og hafa einnig lágt stig mjólkursýru í líkamanum. Hross með lágt mjólkursýrustig verða síður stirð og aum en verða frekar vel upplögð fyrir verkefni dagsins. Það gefur hrossinu aukna getu til þess að afkasta meiru.

Með Regulator Complete® gengur þú úr skugga um að hrossið þitt fái öll nauðsynleg næringarefni, eins og vítamíni, stein- og snefilefni í samræmi við orkuþörf þess hverju sinni, og býr því alltaf það því besta, einnig yfir tímann sem leiðir til stórra afreka.

Ekki of feitt og ekki of grannt. Hrossið þitt verður að sýna af sér besta mögulegan þokka. Þegar hrossið tekur þátt á móti, sýningu eða kemu fram fyrir framan dómara, er einnig mikilvægt að hrossið sé fallegt, vöðvastælt og í jafnvægi.

Regulator Complete® er svo snilldarlega vel hannað að þú getur, með því að skoða og fylgjast vel með hrossinu, tekið frá eða bætt við kaloríum eins og auka heyi, olíu og/eða korni.

Staðreynd

Regulator Complete® inniheldur ekkert kornmeti. Þessvegna er sterkjumagnið með eindæmum lágt.

Gæði þurfa ekki að vera dýr

Þú getur gefið Regulator Complete® með öðru fóðri eins og trefjum, prótínum og olíu – og að sjálfsögðu heyi – í staðinn fyrir að nota mataræði eins og vítamínmúslí með korni. Ef þú vilt gefa kornmeti þá er ekkert mál að bæta því við sjálfur. Þetta getur sparað þér pening þar sem vel fóðraður hestur þarf ekki eins oft til dýralæknis. Þess vegna, þegar til lengri tíma er litið, getur það borgað sig að fóðra með Regulator Complete® .

Staðreynd

Kosturinn við Regulator Complete er einnig að heilbrigðari hross þurfa færri ferðir til dýralæknisins.

KER og NRC staðlar

Til eru allskonar staðlar yfir hverskonar næringu hross eiga að fá.

Bandarísku staðlarnir KER og NRC eru þeir sem mest eru notaðir í Danmörku, þar sem fóðrið er framleitt.

KER – Kentucky Equine Research

KER staðallinn bendir til þess hvers hross þarfnast til þess að þrífast sem best. Hross verður að vera hraust og líða vel til þess að ná sem bestum árangri.

ker.com

YouTube video about KER

NRC – National Research Council

NRC staðallinn segir til um minnstu mögulegu þarfir hrossa. Þ.e hve smáan skammt af næringarefnum hross getur fengið án þess að lenda í vandræðum.

Heimild: Pagan, J.D. The Role of Nutrition in the management of developmental orthopedic disease.
Það er alltaf góð hugmynd að búa til fóðuráætlun.

Heste i støv

Hver er munurinn á viðbótarfóðri og heilfóðri?

Viðbótarfóður samanstendur af:

Vítamínum, steinefnum og prótínum.

Heilfóður samanstendur af:

Vítamínum, steinefnum, prótínum og kolvetnum.

Þetta þýðir að kolvetnum, þ.e.a.s kornmeti, er bætt við heilfóður en ekki viðbótarfóður.

Regulator Complete® er viðbótarfóður.