Keppnishross, folaldshryssur, graðhestar, folöld, tryppi, sem og hross sem lítið þarf að hafa fyrir.

Detaljeret nærbillede af et smukt brunt heste øje

Hvernig fóðra ég hrossið mitt með Regulator Complete®?

Það er að sjálfsögðu mikilvægt að gefa þetta fóður nákvæmlega eftir skammtatöflunni, alla daga, allan ársins hring. Jafnvel á sumrin. Skoðaðu því vel skammtatöfluna.

Allt eftir þörfum hrossins, ætti alltaf að gefa þeim hey í góðum gæðum, um 1.5kg af hágæða þurru heyi á 100kg hross. Sem gróflega áætlast sem 1.75kg – 2kg af rúlluheyi á 100kg hross.

Dæmi: Íslensk hross sem vega 350kg fá sirka 6-8 kg rúlluheyi daglega. Hægt er að bæta meiru við, svo lengi sem hrossið fitnar ekki.

Hesturinn er byggður til að borða 16-18 klukkustundir á dag og ætti að standa í 4-6 klukkustundir án fóðurs. Góð hugmynd getur því verið að gefa heyið með slow feed heyneti minst 3 sinnum á dag til að lengja tyggingartíma hestsins.

Þú gætir jafnvel bætt við:

  • Olíu fyrir auka orku- og kaloríur.
  • Trefjakögglum, útbleyttum rógurkögglum, grasskögglum sem er trefja og hjálpar hrossin fyrir bætir meltinguna.
  • Refasmára, sojabaunum fyrir auka prótein sem hjálpar til við að byggja upp vöðva.

Það er mikilvægt að fylgjast vel með orku- og kaloríuþörf hrossa, jafnvel ef hvert hross lítur út fyrir að vera eins og það næsta. Þessvegna er mikilvægt að meta líkamlegt ástand hrossins áður en orku- og kaloríuþörf þess er metin. Það er alltaf góð hugmynd að fá heyið greint og byggja fóðrunarplan upp, útfrá því.

Regulator Complete® er samsett nákvæmlega eftir kröfum frá mjög virtum knöpum og fólki sem stunda tamningar.

Fodrings tid for brun og hvid hest i en stald

Mundu eftir saltinu!

Saltmagni er mjög auðveldlega stjórnað með Regulator Complete®. Hrossið þitt getur aukið afköstin og árangurinn ef það hefur fullkomið magn af salti í líkamanum. Ásamt saltsteini er gott að bæta einni matskeið af venjulegu borðsalti í hinn daglega skammt af Regulator Complete®.

Salt sér um að vökvamagn í líkama hrossins sé í jafnvægi. Hætt er við að saltsteinn sé ekki nóg til að mæta þörfum hrossins af salti.

Fyrir hross sem eru undir miklu vinnuálagi, mælum við með að bæta við blóðsöltum. Líkami hrossa geymir ekki blóðsölt heldur seytir steinefnunum í salti (natríum og klóríð) út.

Blóðsölt eru mikilvæg svo boð frá taugakerfinu komist til skila ásamt því að eiga þátt í að vöðvakerfi hrossa virki sem skyldi. Regulator Complete® inniheldur ekki það mikið salt, aðallega vegna þess að salt dregur í sig vökva og minnkar þannig geymslugetu fóðursins.

Ráð ef þú átt matvönd hross

Ef hrossið þinn bara vill ekki Regulator Complete®, hvað er þá til ráða?

Af einhverjum ástæðum vilja sum hross alls ekki borða Regulator Complete®. Góð aðferð er að blanda daglegum skammti af Regulator Complete við annað fóður sem hrossinu þykir gott eða jafnvel bleyta upp í Regulator Complete® með eplasafa.

Ávinningurinn er að hrossið þitt fær öll þau næringarefni sem það þarf – bara ekki hafa áhyggjur, þetta er auðvelt.

Drekkur hrossið þinn of lítið þegar það er ekki heima

Vatn getur lyktað öðruvísi annarsstaðar en vatnið sem hrossið er vant heima fyrir, og hrossið vill ekki drekka.

Gott ráð er að bæta eplasafa í vatnið sem hrossið hefur aðgang að. Þetta er algengt að gera þegar farið er með hross á sýningar eða í lengri ferðir, til að vera viss um að hrossin drekki nóg.

Þú vilt að hrossið þitt nái sem bestum árangri…. Er það ekki?

Hest plasker i vandet ved solnedgang

Önnur góð ráð

Tannsteinn og skarpar glerungsbrúnir geta gert hrossinu erfitt að tyggja, sem aftur hefur slæm áhrif á upptöku næringarefna og getur aukið líkur á harðlífi og meltingarsjúkdómum. Þú ættir að láta skoða tennur hrossana þinna a.m.k tvisvar á ári.

Forðastu snöggar breytingar á fóðri. Snöggar fóðurbreytingar geta valdið ójafnvægi í bakteríuflóru líkama hrossa. Breytingar á magni eða gerð af fóðri geta orsakað harðlífi, sem er aðal orsakavaldur verri meltingarfæravandamála og magakrampa. Mælt er með að skipta út fóðri yfir 8-14 daga, svo hrossið nái að venjast nýja fóðrinu, eða nýju magni af fóðri.

Vertu í sambandi ef þig vantar fagmannleg ráð

Hringdu í okkur í síma 867-0469 eða sendu tölvupóst á fyrirhestinn@gmail.com hafir þú einhverjar spurningar.