Það er auðvelt að aðlaga Regulator Complete® að þörfum hrossanna þinna. Þú getur minnkað eða bætt við magnið sem mælt er með, allt eftir þörfum hrossins.

Þetta þýðir að hægt er að gefa fóðrið bæði afrekshrossum og fylfullum hryssum, en fóðrið er líka fullkomið fyrir folöld, hross í stóði, tryppi og hross í þjálfun.

Vigtaðu hrossið og notaðu efsta hluta skammtatöflunnar, hafðu í huga hve mikið vinnuálag er á hrossinu. Fóðraðu uppgefna þyngd daglega, samkvæmt töflunni.

Viðhald: Hross í gerði/ beitarhólfum sem fá enga- eða mjög litla þjálfun.

Miðlungs álag: Hross í þjálfun.

Mikið álag: Keppnishross og kynbótahross sem eru í top þjálfun.

Mjög mikið álag: Hross í hestaferð allan daginn.

Dæmi: Íslensk hross sem vega 350kg og er undir meðal miklu vinnuálagi, fá 250g af Regulator Complete®, daglega.

To baby-føl viser hengivenhed

Sem þumalputtaregla, getur þú gefið eftir skammtatöfluni áætlað þyngd af fullvöxnu hrossi, sem er undir meðal vinnuálagi, til þess að finna út hve mikið þú átt að gefa folöldum og tryppum.

Dæmi: Folöld/ tryppi, áætluð þyngd 350kg er gefið 250g af Regulator Complete®, daglega.

En smuk brun hoppe står på en mark og klør sig selv

Fylfullum hryssum er gefið eftir skammtatöflunni fyrstu 8 mánuðina. Síðustu 3 mánuðina er henni gefið eins og ef hún væri undir meðal vinnuálagi.

Dæmi: Fylfullar hryssur í beitarhólfum sem vega 350kg er gefið fyrstu 8 mánuðina 225g, daglega. Síðustu 3 mánuðina 250g, daglega.

Et blidt er øjeblik mellem en hoppe og hendes unge føl

Fyrstu 3 mánuðina eftir að hryssan kastar, er henni gefið samkvæmt skammtatöflu m.v að hún sé undir miklu vinnuálagi. Og 3 mánuðum fram að folaldið er vanið af, er henni gefið eins og ef hún sé undir meðal miklu vinnuálagi.

Dæmi: Mjólkandi hryssur sem vega 350kg er gefið fyrstu 3 mánuðina 300g, daglega. Og fram að folaldið er vanið af er gefið 250g, daglega.

En lille pige med spand foder og heste på en græsmark

Þú getur gefið hrossum í beitarhólfum eða í gerði vikulegan skammt, deilt á 3 – 5 daga.

Reiknast svona: 350 kg hross sem fá enga- eða mjög litla þjálfun fá 225g af Regulator Complete® á dag. Vikulega gera það 7 x 225g = 1.575 g.

Ef þú gefur hrossinu 5 daga vikunnar, gefurðu því 315g hverju sinni.

ATH! Það er alltaf auðvelt að fóðra með Regulator Complete®!

Heste fodring på engen ved sommertid

Ráð til þess að gefa stóði, svo það sé öruggt að hvert og eitt hross fái sinn skammt af næringarefnum.

Við vitum það öll! Eitt eða fleiri hross eru frekari en önnur og útiloka þá sem eru minna frekir frá mat, vatni, skjóli, eða öllu því sem kallast nauðsyn til að lifa af.

Þetta þýðir þá að öll hross í stóði hafa ekki sama aðgang að fóðrinu. Hér eru 3 ráð til þess að leysa þennan vanda:

  1. Þý getur blokkað frek hross með því að slá um þau reipi og haldið þeim frá á meðan restin klárar að éta.
  2. Bættu smá refasmára í fóðrið fyrir freku hrossin, það mun taka þá smá tíma að komast í gegnum sinn skammt og þar með gefa hinum tíma til að fá sér.
  3. Síðast en ekki síst getur þú gefið Regulator Complete® 3-5 sinnum yfir vikuna í staðinn fyrir einusinni á dag. Allir munu fá nóg.

Reiknast svona:

350kg hross sem er undir meðal miklu vinnuálagi fá 250g af Regulator Complete® á dag.

Vikulega gera það 7 x 250g = 1750 g.

Ef þú gefur hrossinu 5 daga vikunnar, gefurðu því 350g hverju sinni.

ATH! Það er alltaf auðvelt að fóðra með Regulator Complete®!